Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júlí 2020 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne með næstflestar stoðsendingar síðustu átta ár
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne lagði fjórða mark Manchester City upp í sigri gegn Watford í miðri viku og var það hans hundraðasta stoðsending í sterkustu deildum Evrópu.

De Bruyne skipti úr Genk til Chelsea sumarið 2012 og hefur síðan þá ýmist spilað í ensku eða þýsku deildinni.

Þar hefur hann raðað inn stoðsendingunum en er þó ekki stoðsendingahæstur í bestu deildum Evrópu, enda hefur hann glímt við ýmis meiðsli á ferlinum.

Lionel Messi er eini leikmaðurinn sem er með yfir 100 stoðsendingar frá 2012 en Thomas Müller kemur í þriðja sæti, Angel Di Maria í fjórða og Luis Suarez í fimmta.

Miklar líkur eru á að De Bruyne taki framúr Messi á næstu árum ef Belginn heldur sér heilum. Síðustu þrjú heilu deildartímabil með City hefur De Bruyne lagt upp 54 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner