Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júlí 2020 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dean Smith: Vaxið og eru orðnir úrvalsdeildarleikmenn
Dean Smith.
Dean Smith.
Mynd: Getty Images
„Ég er ánægður, stoltur og öll önnur lýsingaorð sem geta fylgt með í þessu samhengi," sagði Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir jafnteflið var það ljóst að Villa leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir að hafa verið í fallsæti lengi vel á þessu tímabili.

„Mikið af fólki var búið að segja að við værum fallnir en við gáfumst ekki upp. Við notuðum Covid-pásuna vel. Við vorum sterkir eftir hana."

„Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvað við eyddum miklu en við urðum að gera það. Ég hefði sagt það sama þótt við hefðum fallið. Þetta er mikið afrek hjá leikmönnunum. Þeir hafa vaxið og eru orðnir úrvalsdeildarleikmenn. Við verðum að byggja á þessu og bæta við liðið í sumar."

Watford og Bournemouth fara niður. „Ég get aðeins ímyndað mér hvernig þessum liðum líður núna. Þetta urðu að vera tvö af þremur liðum. Ég er stoltur af því sem við höfum gert."

Smith sagði þá að framtíð Jack Grealish yrði ráðin á næstu vikum.

Sjá einnig:
Villa væri á leið niður ef markið augljósa hefði verið dæmt
Athugasemdir
banner
banner