Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. júlí 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Deeney gæti farið frá Watford - „Get tekið gagnrýni á samfélagsmiðlum"
Troy Deeney gæti yfirgefið Watford
Troy Deeney gæti yfirgefið Watford
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði Watford á Englandi, var niðurbrotinn eftir 3-2 tapið gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en tapið þýðir að liðið er fallið niður í B-deildina.

Deeney hefur spilað með Watford frá 2010 en hann var mikilvægur hlekkur í liðinu er það komst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2015.

Liðið hélt sér á floti í deildinni í fimm ár en er nú fallið niður í B-deildina.

Nigel Pearson var rekinn frá félaginu á dögunum og stýrði Hayden Mullins liðinu í síðustu tveimur leikjunum. Deeney gæti nú einnig yfirgefið Watford. Samningur hans rennur út á næsta ári en hann mun fara í aðgerð á hné í næstu viku og verður frá í einhvern tíma.

„Þetta fall er árangur liðsins yfir allt árið og þetta hefur alls ekki verið nægilega gott. Þetta er gríðarlega sorglegt, sérstaklega fyrir allt fólkið sem vinnur bakvið tjöldin. Ég finn til með þeim," sagði Deeney.

„Ég get tekið gagnrýni á samfélagsmiðlum en það leiðinlega við þetta er að það mun fólk missa vinnuna af því við höfum ekki verið að standa okkur."

„Við munum keyra aftur á þetta sem félag og samféalg. Staðreyndin er samt sú að við höfum ekki verið nógu góðir og það er óþarfi að skauta eitthvað í kringum það."

„Við getum ekki sagt að við höfum gert þetta rétt því okkur mistókst ætlunarverkið. Þetta er stærra fyrir stuðningsmennina og fólkið hjá félögunum því þetta fólk verður hér lengur en leikmennirnir. Fólkið er sært og pirrað og ég veit ekki hvort ég hafi spilað minn síðasta leik fyrir Watford í dag."

„Ég mun hafa í aðgerð á hné í næstu viku. Félög geta farið í aðra átt og sama á við um leikmenn. Ef þetta var síðasti leikurinn minn fyrir Watford þá er ég ánægður að ég skildi allt eftir á vellinum. Ég er einfaldur maður. Fór ég út á völlinn og reyndi allt sem ég gat? Já. En var það nóg? Nei."

„Hlutir gerast í fótbolta. Ég er búinn að vera hér í 10 ár og ef þetta er tíminn fyrir mig til að fara þá er það bara þannig,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner