Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júlí 2020 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Eddie Howe: Ég þarf að fara í naflaskoðun
Eddie Howe og félagar í Bournemouth spila í B-deildinni á næstu leiktíð
Eddie Howe og félagar í Bournemouth spila í B-deildinni á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, var niðurlútur og sár þrátt fyrir 3-1 sigur liðsins á Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en Bournemouth féll þrátt fyrir sigurinn.

Bournemouth gekk herfilega að fá stig eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað og þurfti liðið á kraftaverki að halda í lokaumferðinni til að halda sér uppi.

Liðið gerði allt rétt gegn Everton og náði í öll stigin en á sama tíma gerðu West Ham og Aston Villa 1-1 jafntefli. Það þýðir að Villa bjargaði sér á lokastundu á meðan Bournemouth og Watford féllu niður ásamt á Norwich.

Óvíst er hvort Howe heldur áfram með Bournemouth á næstu leiktíð en hann segist þurfa í naflaskoðun.

„Þetta er sárt. Ég er að hreinlega að berjast við að brotna ekki niður við þetta en ég er mjög leiður fyrir hönd félagsins og stuðningsmannana. Þeir hafa ekki fengið að vera með í lokasprettinum og það gerir þetta erfiðara," sagði Howe.

„Nú er kominn tími til að skoða stöðuna og fara yfir næstu skref. Þetta hefur alltaf snúist um að halda sæti í ensku úrvalsdeildinni, svo ég mun ræða við það fólk sem ég þarf að ræða við. Það er hægt að snúa taflinu við ansi hratt en við þurfum að taka réttar ákvarðanir."

„Það er stutt á milli í þessu og það hafa verið fullt af augnablikum á þessu tímabili. Það er aldrei eitt augnablik sem breytir öllu og sem knattspyrnustjóri Bournemouth þá tek ég hundrað ákvarðanir og ég hef ekki verið nógu góður á þessu tímabili."

„Þetta hefur verið upp og niður á þessu tímabili og ég ætla ekki að sitja hér og gagnrýna leikmennina. Mitt hlutverk er að styðja þá en ég verð fyrst að fara í naflaskoðun og það mun ég gera."

„Ég get ekki dregið í efa skuldbindingu mína fyrir félagið. Það vantaði ekki framlagið og ég er svo leiður fyrir hönd stuðningsmannana, því maður fer inn í öll mót til að freka eitthvað og ég vildi alltaf ná í árangur fyrir félagið og spila skemmtilegan fótbolta. Það hefur alltaf verið markmiðið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner