Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júlí 2020 16:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd og Chelsea í Meistaradeild - Villa bjargaði sér
Tottenham í Evrópudeildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester United og Chelsea eru búin að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á kostnað Leicester City.

Man Utd hafði betur í úrslitaleik gegn Leicester þar sem Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu á 71. mínútu.

Fernandes vann boltann hátt uppi á vellinum og gaf stungusendingu á Anthony Martial sem lét brjóta á sér og ekki hægt að dæma annað en vítaspyrnu.

Leikurinn var afar jafn og lærisveinar Brendan Rodgers fara eflaust afar sárir heim, þar sem þeir fengu aðeins níu stig úr níu leikjum eftir Covid pásuna og misstu af Meistaradeildarsætinu.

Jesse Lingard kom inn í síðari hálfleik og innsiglaði hann sigur Rauðu djöflanna seint í uppbótartíma. Hann rændi þá boltanum af Kasper Schmeichel sem ætlaði að leika á hann og skoraði í autt mark.

Mason Mount var hetjan hjá Chelsea í dag þar sem hann skoraði og lagði upp fyrir Olivier Giroud í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu.

Chelsea mætti Úlfunum sem þurftu sigur til að tryggja sér Evrópusæti en áttu engin svör í dag.

Tap Úlfanna þýðir að Tottenham er búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace.

Úlfarnir eiga enn möguleika á að komast í Evrópudeildina, ef Arsenal tapar úrslitaleik FA bikarsins gegn Chelsea.

Leicester City 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('71 , víti)
0-2 Jesse Lingard ('98)
Rautt spjald: Jonny Evans, Leicester ('94)

Chelsea 2 - 0 Wolves
1-0 Mason Mount ('45 )
2-0 Olivier Giroud ('45 )

Crystal Palace 1 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('13 )
1-1 Jeffrey Schlupp ('53 )

Í fallbaráttunni var mikið um dramatík þar sem Bournemouth og Watford féllu þrátt fyrir frábærar frammistöður í dag.

Bournemouth lagði Everton að velli á meðan Watford var óheppið að tapa gegn Arsenal eftir að hafa lent þremur mörkum undir á fyrsta hálftímanum.

Aston Villa bjargaði sér frá falli með jafntefli gegn West Ham United.

Manchester City og Liverpool unnu þá sína leiki rétt eins og Brighton og Southampton.

Arsenal 3 - 2 Watford
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('5 , víti)
2-0 Kieran Tierney ('24 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('33 )
3-1 Troy Deeney ('43 , víti)
3-2 Danny Welbeck ('66 )

Everton 1 - 3 Bournemouth
0-1 Joshua King ('13 , víti)
1-1 Moise Kean ('41 )
1-2 Dominic Solanke ('45 )
1-3 Junior Stanislas ('80)

West Ham 1 - 1 Aston Villa
0-1 Jack Grealish ('84)
1-1 Andriy Yarmolenko ('85)

Burnley 1 - 2 Brighton
0-1 Yves Bissouma ('20 )
1-1 Chris Wood ('44 )
1-2 Aaron Connolly ('50 )

Manchester City 5 - 0 Norwich
1-0 Gabriel Jesus ('11 )
2-0 Kevin De Bruyne ('45 )
3-0 Raheem Sterling ('79 )
4-0 Riyad Mahrez ('83)
5-0 Kevin De Bruyne ('90)

Newcastle 1 - 3 Liverpool
1-0 Dwight Gayle ('1 )
1-1 Virgil van Dijk ('38 )
1-2 Divock Origi ('59 )
1-3 Sadio Mane ('89)

Southampton 3 - 1 Sheffield Utd
0-1 John Lundstram ('26 )
1-1 Che Adams ('50 )
2-1 Che Adams ('71 )
3-1 Danny Ings ('84, víti)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner