Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 26. júlí 2020 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi lék sinn hundraðasta deildarleik fyrir Everton
Gylfi og Carlo Ancelotti fara yfir málin.
Gylfi og Carlo Ancelotti fara yfir málin.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson lék í dag allan leikinn fyrir Everton þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Bournemouth á heimavelli í lokaumferð ensku úrvalseildarinnar.

Það var 100. deildarleikur Gylfa fyrir Everton. Hann var að klára sitt þriðja tímabil með félaginu eftir skiptin frá Swansea sumarið 2017. Hann er enn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Gylfi hefur í þessum 100 leikjum skorað 19 mörk.

Það er spurning hvort þetta hafi verið síðasti deildrleikur Gylfa fyrir Everton þar sem hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Eftir að Carlo Ancelotti tók við Everton var Gylfi færður aftar á völlinn og hefur hann verið að spila sem djúpur miðjumaður seinni hluta tímabilsins.

Talað var um það í apríl að Everton væri að íhuga að selja Gylfa, sem verður 31 árs á árinu. Gera má hins vegar ráð fyrir því að það verði ekki eins mikið um að vera á félagaskiptamarkaðnum í sumar og venjulega í ljósi kórónuveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner