Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. júlí 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Juventus meistari í níunda sinn í röð
Ronaldo er búinn að eiga mjög flott tímabil.
Ronaldo er búinn að eiga mjög flott tímabil.
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 0 Sampdoria
1-0 Cristiano Ronaldo ('45 )
2-0 Federico Bernardeschi ('67 )
Rautt spjald: Morten Thorsby, Sampdoria ('77)

Juventus er Ítalíumeistari níunda tímabilið í röð. Meistaratitilinn var tryggður með 2-0 sigri á Sampdoria á heimavelli í kvöld.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks með sínu 31. deildarmarki á tímabilinu. Ronaldo, sem er 35 ára, er kominn með 31 deildarmark á tímabilinu. Magnaður leikmaður og einn af þeim bestu í sögunni.

Federico Bernardeschi kom Juve í 2-0 um miðbik síðari hálfleiks og Sampdoria átti lítinn möguleika eftir það, sérstaklega eftir brottvísun Morten Thorsby tíu mínútum síðar. Ronaldo hefði getað skorað þriðja mark Juventus undir lokin en klúðraði vítaspyrnu.

Einokun Juventus á Ítalíumeistaratitlinum heldur áfram. Liðið er búið að tryggja sér titilinn þegar tveir leikir eru eftir. Sampdoria er í 15. sæti og verður áfram í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Önnur úrslit:
Ítalía: Immobile skoraði þrennu í sigri Lazio - Kominn með 34 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner