Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júlí 2020 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leighton Baines leggur skóna á hilluna
Leighton Baines.
Leighton Baines.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Leighton Baines lék í dag sinn síðasta leik á fótboltaferlinum.

Baines kom inn á sem varamaður á 70. mínútu þegar Everton tapaði 3-1 gegn Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir leikinn var það tilkynnt að það hafi verið hans síðustu mínútur á ferlinum.

Baines hefur verið í 13 ár á mála hjá Everton og kveður sem goðsögn hjá félaginu.

Hann var orðaður við félög í MLS-deildinni í Norður-Ameríku og þá var talað um það að Everton vildi mögulega framlengja við hann. Hann hefur hins vegar ákveðið að kalla þetta gott.

Það er óhætt að segja að Baines, sem er frábær spyrnumaður, sé með betri vinstri bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun hennar 1992/1993.


Athugasemdir
banner
banner
banner