banner
   sun 26. júlí 2020 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næst besti árangur í sögunni - Klopp tekur sér frí frá skrifstofunni
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann 3-1 sigur á Newcastle í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lent 1-0 undir. Meistararnir enda með 99 stig, sem er næst besti árangur í sögu deildarinnar.

Eina liðið sem gert hefur betur er Manchester City sem náði 100 stigum 2017/18. Liverpool jafnaði líka sigramet Man City með því að vinna 32 deildarleiki.

Eftir sigurinn á Newcastle í dag sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool: „Leikmennirnir spiluðu ótrúlegan leik, en ekki fullkominn leik."

„Það var stígandi í þessu hjá okkur og mér líkaði þessu leikur mjög. Hann var fjarri því að vera fullkominn en það voru ekki allir leikir fullkomnir hjá okkur á þessu tímabili, við unnum líka marga erfiða leiki."

„Ég mun taka mér frí frá skrifstofunni núna. Ég mun njóta tímans með fjölskyldunni. Eftir tvær vikur byrjar allt saman á ný."



Athugasemdir
banner
banner