Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlöndin: Aron gegn Jóni í baráttu um Evrópusætið
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þennan sunnudaginn. Tímabilið er að klárast í Danmörku og þar verður Íslendingaslagur í baráttunni um síðasta Evrópusætið.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði tæpan klukkutíma í tapi AGF gegn Bröndby á heimavelli. Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður fyrir Bröndby á 77. mínútu.

AGF hafnar í þriðja sæti og þarf þess vegna að spila úrslitaleik um síðasta Evrópusætið. Þennan hreina úrslitaleik mun liðið spila við Aron Elís Þrándarson og félaga í OB sem unnu Horsens samanlagt 4-2 í einvígi. Aron Elís spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli í dag.

Midtjylland, sem fyrir löngu er búið að tryggja sér danska meistaratitilinn, tapaði 1-2 fyrir AaB á heimavelli. Mikael Neville Anderson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Midtjylland.

Þá tryggði FCK sér annað sætið og Evrópusæti þar með. Liðið vann 2-1 sigur gegn Nordsjælland. Ragnar Sigurðsson var ekki með FCK, en samningur hans er að renna út hjá félaginu.

Noregur:
Í norsku úrvalsdeildinni heldur Alfons Sampsted áfram að spila hverju einustu mínútu fyrir Bodö/Glimt sem heldur áfram að vinna hvern einasta leik. Bodö/Glimt vann 3-1 sigur gegn Molde á heimavelli í dag og er liðið á toppnum með 30 stig eftir tíu leiki - fullt hús stiga.

Matthías Vilhjálmsson vann allan leikinn í 2-0 sigri Valerenga gegn Strømsgodset á heimavelli. Valerenga er í þriðja sæti með 19 stig.

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sandefjord í 1-0 sigri á Mjøndalen. Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður fyrir Mjøndalen, sem er í 13. sæti. Sandefjord er í 12. sæti með tveimur stigum meira.

Start, sem er í næst neðsta sæti, gerði markalaust jafntefli við Stabæk. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í hóp hjá liðinu. Axel Óskar Andrésson var þá ónotaður varamaður hjá Viking sem vann gegn Sarpsborg, 3-0. Viking er í tíunda sæti.

Svíþjóð:
Að lokum til Svíþjóðar. Arnór Ingvi Traustason, Óskar Sverrisson og Kolbeinn Sigþórsson voru ekki í hóp hjá sínum liðum.

Kolbeinn er samkvæmt sænskum fjölmiðlum að glíma við meiðsli og var hann ekki með AIK í 0-1 tapi gegn Djurgården. AIK hefur ekki byrjað sænsku deildina vel og er í 12. sæti eftir 11 leiki.

Malmö vann sinn fjórða sigur í röð er liðið mætti Sirius á útivelli. Lokatölur voru 2-5. Arnór Ingvi var ekki í hóp hjá Malmö en hann hefur verið í basli með meiðsli, rétt eins og Kolbeinn. Hann sagði þó í samtali við Expressen fyrir leik að hann væri klár í slaginn. Hann var þó ekki í hóp hjá Malmö, sem er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Norrköping.

Óskar Sverrisson hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu fyrir Häcken. Hann var ekki í hóp í markalausu jafntefli við Gautaborg.
Sjá einnig:
Svíþjóð: Norrköping náði jafntefli
Athugasemdir
banner