Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. júlí 2020 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Beitir bjargaði KR á Greifavellinum
Beitir varði vítaspyrnu.
Beitir varði vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmeistarar KR gerðu sitt annað jafntefli í röð þegar liðið fór til Akureyrar í Pepsi Max-deild karla og mættu þar KA. KA-menn voru einnig að gera sitt annað jafntefli í röð, sitt annað markalausa jafntefli í röð, og er liðið enn taplaust undir stjórn Arnars Grétarssonar.

Þegar flautað var til leikhlés skrifaði Ester Ósk Árnadóttir í beinni textalýsingu: „Hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Lágt tempó, bæði lið sterk varnarlega og vantar upp á sóknarleikinn hjá báðum. Mér finnst ég hafa upplifað nákvæmlega sama leik fyrir ári síðan. Vonandi fáum við mörk og hærra tempó í síðari hálfleik."

KR fékk gott færi til að komast yfir á 70. mínútu þegar Jajalo í marki KA fór í skógarhlaup, en Óskar Örn Hauksson setti boltann yfir tómt markið.

Á 80. mínútu skoraði KA en markið var dæmt af vegna rangstöðu. KA-menn voru ekki sáttir, en þeir fengu svo kjörið tækifæri til að taka stigin þrjú undir lok venjulegs leiktíma. Kennie Chopart braut þá á Sveini Margeiri Haukssyni innan teigs. KA fékk víti og fór Guðmundur Steinn Hafsteinsson á punktinn. Beitir Ólafsson sá hins vegar við spyrnu hans og bjargaði stigi fyrir KR.

Lokatölur 0-0 og er KR á toppnum með 17 stig, einu stigi meira en Valur. KA er í níunda sæti með átta stig.

Leikur kvöldsins:
19:15 Breiðablik-ÍA (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner