Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 13:33
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Margt sem þarf að bæta fyrir næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Leicester City þarf sigur gegn Manchester United til að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Jafntefli gæti nægt ef Chelsea tapar fyrir Wolves.

Brendan Rodgers stjóri Leicester segir að það væri gríðarlega svekkjandi fyrir liðið að missa af Meistaradeildinni, sérstaklega eftir að hafa verið með fjórtán stiga forystu á Man Utd í janúar.

Leikurinn gegn Rauðu djöflunum fer fram í dag og er Leicester, sem hefur ekki endað í topp fjórum síðan 2016, án nokkurra lykilmanna. Ben Chilwell og James Maddison eru meiddir á meðan Caglar Soyuncu er í leikbanni.

„Það væri afar svekkjandi að missa af fjórða sætinu. Við vorum í mjög góðri stöðu eftir 20 umferðir en maður verður að halda áfram að gefa í alveg þar til í enda tímabils. Það er margt sem við þurfum að bæta fyrir næstu leiktíð," sagði Rodgers.

„Við misstum af alltof mörgum stigum og þurfum sérstaklega að bæta hugarfarið okkar."

Leicester hefur aðeins fengið níu stig úr átta leikjum eftir Covid hlé.

Jamie Vardy hefur verið í algjöru lykilhlutverki og stefnir hann á gullskóinn, enda markahæstur með 23 mörk á deildartímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner