Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær ánægður með Meistaradeildarsætið: Þetta er Man Utd
Ole Gunnar Solskjær fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í dag
Ole Gunnar Solskjær fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í dag
Mynd: Getty Images
Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var ánægður eftir 2-0 sigurinn á Leicester City í dag en sigurinn þýðir það að liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Man Utd og Leicester spiluðu hreinan úrslitaleik um síðasta lausa sætið í Meistaradeildina á King Power-leikvanginum í dag. Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu og Jesse Lingard gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Man Utd tók því þriðja sæti deildarinnar og fer beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég er í skýjunum. Við náðum að bóka sæti í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið langt á eftir öðrum liðum og komist fram úr þeim," sagði Solskjær.

„Við höfum sýnt að við getum verið stöðugir og með rétta hugarfarið. Við erum að byggja upp hóp og kúltur í frammistöðu sem við getum verið stoltir af."

„Ég sagði við drengina að sama hvað myndi gerast í dag þá höfum við nú þegar unnið. Leikmennirnir hafa sýnt gæði sín sem lið. Þeir hafa verið samferða í því sem við viljum og núna er liðið farið að líta meira og meira út sem Manchester United á vellinum."

„Umhverfið er töluvert betra en það var áður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner