Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Norrköping náði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Falkenberg 3 - 3 Norrköping
1-0 Christoffer Carlsson ('23)
2-0 Edi Sylisufaj ('31)
2-1 Pontus Almqvist ('58)
2-2 Jonathan Levi ('68)
3-2 Karl Soderstrom ('89)
3-3 Sead Haksabanovic ('95, víti)
Rautt spjald: Carl Johansson, Falkenberg ('96)

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði fyrri hálfleikinn er Norrköping gerði jafntefli við Falkenberg í sex marka leik.

Heimamenn í Falkenberg komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og gerðu gestirnir í Norrköping þrjár skiptingar í leikhlé. Ísak Bergmann var meðal þeirra sem var skipt út.

Þessar skiptingar báru árangur því Pontus Almqvist og Jonathan Levi, sem komu báðir inn af bekknum, jöfnuðu leikinn.

Lokamínúturnar voru afar fjörugar og kom Karl Soderstrom heimamönnum yfir á nýjan leik. Þegar Falkenberg virtist vera að landa frábærum sigri komust gestirnir í gegn og fengu dæmda vítaspyrnu, sem Sead Haksabanovic skoraði úr.

Norrköping er áfram á toppi sænsku deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Elfsborg. Falkenberg er við fallsvæðið og aðeins með einn sigur eftir ellefu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner