Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 26. júlí 2021 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smit í leikmannahópi Fylkis og frestað á miðvikudaginn
Fylkir er í fallsæti í Pepsi Max-deildinni.
Fylkir er í fallsæti í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfram heldur kórónuveirufaraldurinn að gera fólki lífið leitt. Núna er búið að fresta leik Fylkis og Val í Pepsi Max-deild kvenna eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis.

Fylkir staðfestir þessi tíðindi á samfélagsmiðlum sínum.

Tilkynning Fylkis:
Leik Fylkis og Vals sem fara átti fram miðvikudaginn 28. júlí á Wurth vellinum hefur verið frestað eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis. Vegna smitsins verður leikmannahópur liðsins í sóttkví næstu daga.

Nýr leikdagur verður ákveðinn síðar.

Öll aðstaða meistaraflokka félagsins hefur verið sótthreinsuð með viðurkenndum aðferðum.

Uppkomið smit hefur ekki áhrif á æfingar eða keppni annarra flokka félagsins né neina aðra starfsemi sem fer fram hjá félaginu þessa dagana.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner