Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. júlí 2021 12:02
Elvar Geir Magnússon
Stærsta Rey Cup mótið til þessa að baki
Þór/KA varð Rey Cup meistari í 3. flokki kvenna eftir 2-0 sigur á Breiðabliki.
Þór/KA varð Rey Cup meistari í 3. flokki kvenna eftir 2-0 sigur á Breiðabliki.
Mynd: Mummi Lú
Viðburðaríkt Rey Cup mót er að baki en því lauk í gær. Þetta var stærsta Rey Cup mótið til þess en skráð voru til leiks 148 lið hvaðanæva af landinu.

Vegna heimsfaraldursins tóku hinsvegar engin erlend lið þátt í mótinu að þessu sinni.

Leiknir voru 423 leikir á samtals 12 fótboltavöllum en mótið, sem er á vegum Þróttar, hófst á miðvikudag.

Úrslitaleikir A-liða í 3. og 4. flokki karla og kvenna fóru að venju fram á Laugardalsvelli og hófust þeir kl 10:00 á sunnudeginum og lauk með úrslitaleik 3. flokks kvenna. Breiðablik lék til úrslita í þremur leikjum af fjórum á Laugardalsvelli.

Í 4. flokki karla bar lið Víkings sigur úr býtum en þeir léku til úrslita við lið Valsmanna og lauk leik með 6-0 sigri Víkings.

Í 4. flokki kvenna léku til úrslita Breiðablik og Þróttur og stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari eftir 3-0 sigur.

Í 3. flokki karla varð ÍA Rey Cup meistari eftir hörkuviðureign við Breiðablik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni, 3-2 fyrir ÍA, eftir markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma.

Þór/KA varð svo Rey Cup meistari í 3. flokki kvenna eftir 2-0 sigur á Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner