Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. júlí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bonucci um De Ligt: Sýndi ekki nógu mikla virðingu
Bonucci með De Ligt og Moise Kean í fanginu.
Bonucci með De Ligt og Moise Kean í fanginu.
Mynd: EPA

Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini fengu það verkefni að vera lærifeður Matthijs de Ligt sem valdi að ganga í raðir Juventus sumarið 2019 þegar öll stærstu félög Evrópu vildu kaupa hann.


FC Bayern festi kaup á hollenska landsliðsmanninum í sumar og hefur Bonucci tjáð sig um félagsskiptin. Hann er ekki sáttur með röð ummæla sem De Ligt lét falla í vor og sumar en óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

„Brottför hans kom mér ekki á óvart, maður var búinn að átta sig á þessu í viðtölum hjá honum. Mér líður eins og hann hafi ekki sýnt okkur nægilega mikla virðingu með þessum ummælum," sagði Bonucci.

„Hann var með leikmannahópinum í þrjú ár og þetta eru leikmenn sem hjálpuðu honum að vaxa og dafna. Þar að auki fjárfesti félagið miklum pening í honum. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni en sum ummæli sem hann lét útúr sér í landsleikjahléinu voru ekki góð.

„Við ræddum þetta í persónu eftir fríið og hann skildi mig. Bayern er risastórt félag en það er ekki samasem merki á milli þess og að vinna titla."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner