þri 26. júlí 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markaskorararnir koma allir úr yngri flokka starfinu
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann mjög þægilegan sigur gegn ÍA í Bestu deildinni á Akranesi í gær, 0-4.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Fram

Fyrir tímabil var Fram spáð falli alls staðar, en staða þeirra er nokkuð góð núna. Liðið er sjö stigum frá fallsæti þegar 14 umferðir eru búnar.

Það vakti athygli að í gær voru fjórir mismunandi leikmenn sem skoruðu fyrir Fram og koma þeir allir úr yngri flokka starfi félagsins.

Magnús Þórðarson og Már Ægisson skoruðu í fyrri hálfleik og bættu Alex Freyr Elísson og Guðmundur Magnússon við mörkum í síðari hálfleiknum.

Þetta eru allt leikmenn sem voru með liðinu í Lengjudeildinni í fyrra og hafa gert vel í því að taka skrefið með liðinu upp.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Innkastið sem var tekið upp eftir leiki gærdagsins í Bestu deildinni.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Athugasemdir
banner
banner
banner