þri 26. júlí 2022 09:43
Elvar Geir Magnússon
Napoli vill Kepa
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Napoli vill tryggja sér spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga frá Chelsea áður en sumarglugganum verður lokað.

Kepa var keyptur til Chelsea 2018 og varð þá dýrasti markvörður sögunnar.

Samkvæmt AS hefur Napoli sett sig í samband við Chelsea og vill fá Kepa í sínar raðir.

Kepa er varamarkvörður hjá Chelsea en hann hefur aðeins spilað ellefu úrvalsdeildarleiki samtals síðustu tvö tímabil. Hann var settur á bekkinn eftir að Edouard Mendy kom frá Rennes.

Kepa vill vera í spænska landsliðshópnum á HM í Katar en þá þarf hann að tryggja sér meiri spiltíma fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner