Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 26. júlí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Roma vinnur í því að fá Wijnaldum - Everton hefur líka áhuga
Wijnaldum í leik með hollenska landsliðinu.
Wijnaldum í leik með hollenska landsliðinu.
Mynd: EPA
Roma er að reyna að fá hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum frá Paris Saint-Germain og leikmaðurinn vill fara til ítalska félagsins.

Þetta fullyrðir ítalska blaðið Il Corriere dello Sport og segir að Wijnaldum vilji að gengið verði frá málum sem fyrst.

Aðeins tólf mánuðir eru síðan Wijnaldum gekk í raðir Paris Saint-Germain en hann er ekki í áætlunum nýs þjálfara Frakklandsmeistarana, Christophe Gaultier.

Roma telur mögulegt að fá leikmanninn á lánssamningi þar sem PSG mun borga helming launa hans.

Það er þó sagt að enska úrvalsdeildarfélagið Everton hafi einnig áhuga á að krækja í þennan fyrrum miðjumann Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner