Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. ágúst 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
16 ára spilaði með Barcelona - Sá næstyngsti í sögunni
Ansu Fati í leiknum í gær.
Ansu Fati í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati varð í gær næstyngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Ansu var 16 ára og 298 daga þegar hann kom inn á sem varamaður í 5-2 sigrinum á Real Betis í gærkvöldi.

78 ár eru síðan Vicenc Martinez varð yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að spila deildarleik en hann var 16 ára og 278 daga þegar hann spilaði með liðinu tímabilið 1941/1942.

Ansu fékk sénsinn í gær þar sem Lionel Messi, Luis Suarez og Ousmane Dembele eru allir á meiðslalistanum. Eftir leik var Ansu lengi úti á velli á Nou Camp að njóta augnabliksins.

„Ég var áfram á vellinum því ég trúði þessu ekki. Ég vildi njóta augnabliksins. Í sannleika sagt var ég stressaður fyrir leik en ég vil þakka félaginu, þjálfaranum og stuðningsmönnunum fyrir frábærar móttökur," sagði Ansu eftir leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner