Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. ágúst 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikmaður sem ég er að kynnast núna undanfarnar vikur og mánuði"
Icelandair
Viðar Ari.
Viðar Ari.
Mynd: Sandefjord
Viðar Ari Jónsson hefur átt gott tímabil með Sandefjord í norsku Eliteserien. Viðar Ari er 27 ára leikmaður sem uppalinn er hjá Fjölni en hélt í atvinnumennsku fyrir tímaiblið 2017. Fyrst var hann hjá Brann en eftir tímabilið 2018 skipti hann yfir til Sandefjord.

Einhverjir kannast við Viðar sem sóknarsinnaðan bakvörð en á leiktíðinni hefur hann spilað á kantinum. Hann hefur skorað sjö mörk í deildinni og lagt upp fjögur samkvæmt tölfræði Transfermarkt. Hann hefur verið í byrjunarliði Sandefjord í öllum leikjum deildarinnar.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfara karlalandsliðsins, var spurður út í Viðar Ara í viðtali í gær. Viðtalið við Arnar má nálgast neðst í fréttinni. Var Viðar nálægt hópnum?

„Viðar er búinn að spila mjög vel. Hann er leikmaður sem ég er svolítið að kynnast núna undanfarna vikur og mánuði. Hann hefur svolítið verið að spila aðrar stöðu hjá Sandefjord heldur en við kannski þekkjum frá því í gamla daga. Hann er kominn á hægri kantinn, farinn að skora og leggja upp. Hann er spennandi kostur fyrir framtíðina," sagði Arnar.

„Þú spurðir, var hann inn í myndinni? Svarið er já."

Látiði leikmenn vita ef þeir eru inn í myndinni, eruð þið þjálfarar í samskiptum við þá leikmenn?

„Stundum, ekki alltaf, það er mjög mismunandi. Það er ákveðin vinnuregla að vera ekki með neina reglu í þessu. Ef þú gefur það út að þú hringir alltaf í alla, fyrir alla hópa og látir alla vita - hvort sem þeir eru valdir eða ekki. Um leið og þú gleymir einum þá ertu farinn að ljúga að einhverjum og þá ertu orðinn vondi kallinn. Það er mjög mismundandi en ég reyni, ef ég er spurður að einhverju, að reyna svara því heiðarlega. Þú spurðir núna út í Viðar og það er ekkert mál að svara því," sagði Arnar.

Viðar Ari Jónsson á skráða fimm A-landsleiki og kom fyrsti leikurinn árið 2017, gegn Síle í Kína. Hans síðasti landsleikur til þessa var gegn Indónesíu fyrir rúmum þremur árum síðan.

Viðtal við Viðar frá því í vetur:
„Tel það enga tilviljun að allir sigrar nema einn komi þegar ég er í byrjunarliði"
„Farinn að halda að þeir hjá KSÍ séu með vitlaust númer hjá mér"
Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner
banner