Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Arnar Viðars skoðar stöðuna á Gylfa í næsta glugga
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir verkefnin í september en hann er enn til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi.

Íslenski sóknartengiliðurinn hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester síðan í júlí en hann hefur ekki æft né spilað með Everton síðan.

Hann er í tímabundnu banni hjá Everton á meðan rannsóknarferlið er í gangi en Arnar Þór ræddi við RÚV um stöðuna á Gylfa.

„Ég hef ekki heyrt í Gylfa. KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hann er ekki í hópnum akkurat fyrir þennan glugga. Sjáum hvernig staðan verður í næsta mánuði eða nóvember eða í framtíðinni," sagði Arnar við RÚV.

„Ég veit hver hefur haft samband við hann og hans fólk en það skiptir svosem engu máli. Ég er að velja landsliðshópinn fyrir septembergluggann og það er það eina sem skiptir máli," sagði hann í lokin um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner