Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. ágúst 2021 00:06
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Gerir mig glaðan að skora sex mörk og halda hreinu
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, gat tekið gleði sína á ný en lið hans skoraði sex mörk gegn WBA í enska deildabikarnum í kvöld.

Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og var því kærkomið fyrir liðið að geta skorað sex mörk.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu og lagði upp eitt mark. Frammistaðan var afar góð og Arsenal komið í næstu umferð.

„Þetta var mjög gott. Það er erfitt að koma hingað og að skora sex mörk á útivelli og halda hreinu gerir mig glaðan," sagði Arteta.

„Viðhorfið hjá strákunum var gott. Við vorum vonsviknir með að vinna ekki í fyrstu deildarleikjunum og þegar þú tapar þá er mikilvægt að ná sjálfstraustinu aftur í gang í næsta leik.

„Ödegaard og Ramsdale voru báðir öflugir. Martin gefur okkur eitthvað sem enginn annar leikmaður er með hérna á meðan Aaron leið vel í markinu. Hann er stór persónuleiki."


Arteta segir að hann gæti átt von á því að einhverjir leikmenn yfirgefi félagið á næstu dögum.

„Ég veit ekki hvað mun gerast. Það eru nokkrir dagar eftir en það eru nokkrir á leið frá félaginu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner