Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 15:04
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Athöfnin hefst klukkan 16:00
Frá Istanbúl þar sem drátturinn fer fram.
Frá Istanbúl þar sem drátturinn fer fram.
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:00 verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn fer fram í Istanbúl. Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu.

Chelsea er ríkjandi meistari og er að sjálfsögðu í pottinum, líkt og Manchester City, liðið sem tapaði úrslitaleiknum. Manchester United og Liverpool eru hinir fulltrúar Englands.

Spánn á fimm fulltrúa, fjóra sem fengu sæti í gegnum La Liga og svo Villarreal sem vann Evrópudeildina.

Liðunum er skipt í fjóra styrkleikaflokka. Í fyrsta flokknum eru Chelsea og Villarreal auk meistara sex bestu deilda Evrópu: Manchester City (England), Atletico Madrid (Spánn), Inter (Ítalía), Bayern München (Þýskaland), Lille (Frakkland), Sporting Lissabon (Portúgal). Hinir flokkarnir eru ákveðnir samkvæmt styrkleikalista UEFA.

Lið frá sömu löndum geta ekki verið saman í riðli en liðin 32 dragast saman í átta fjögurra liða riðla. yrsta umferð riðlakeppninnar verður leikin 14. og 15. september og riðlakeppninni lýkur svo 8. desember. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í 16-liða úrslitin.
17:25
Þá er athöfninni lokið og búið að veita öll verðlaun!

Takk kærlega fyrir samfylgdina.

Eyða Breyta
17:23
UEFA leikmenn ársins:

Kvenna: Alexia Putellas (miðjumaður Barcelona)
Karla: Jorginho (miðjumaður Chelsea)

Eyða Breyta
17:17
Þjálfarar ársins
Kvennamegin: Lluís Cortés sem stýrði Barcelona.
Karlamegin: Thomas Tuchel stjóri Chelsea

Stýrðu sínum liðum til sigurs í keppninni á þessu ári.

Eyða Breyta
17:15
ÞÁ ERU RIÐLARNIR KLÁRIR

Eyða Breyta
17:14
D-riðill (Staðfest):
Inter
Real Madrid
Shakhtar Donetsk
Sheriff

Eyða Breyta
17:14
E-riðill (Staðfest):
Bayern München
Barcelona
Benfica
Dynamo Kiev

Eyða Breyta
17:14
H-riðill (Staðfest):
Chelsea
Juventus
Zenit frá Pétursborg
Malmö

Eyða Breyta
17:12
A-riðill (Staðfest):
Manchester City
Paris Saint-Germain
RB Leipzig
Club Brugge

Eyða Breyta
17:12
G-riðill (Staðfest):
Lille
Sevilla
Salzburg
Wolfsburg

Eyða Breyta
17:11
B-riðill (Staðfest):
Atletico Madrid
Liverpool
Porto
AC Milan

Skemmtilegur riðill!

Eyða Breyta
17:10
C-riðill (Staðfest)
Sporting Lissabon
Borussia Dortmund
Ajax
Besiktas

Eyða Breyta
17:08
F-riðill (Staðfest)
Villarreal
Manchester United
Atalanta
Young Boys

Eyða Breyta
17:06
Jæja, þá er verið að fara að klára riðlana. Það er komið að fjórða og síðasta styrkleikaflokki.

Eyða Breyta
17:05
Bestu sóknarmenn Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.



Eyða Breyta
17:04
C-riðill:
Sporting Lissabon
Borussia Dortmund
Ajax

Búið að draga úr þriðja potti.

Eyða Breyta
17:04
B-riðill:
Atletico Madrid
Liverpool
Porto

Eyða Breyta
17:03
G-riðill:
Lille
Sevilla
Salzburg

Svokallaður "Evrópudeildarriðill" í Meistaradeildinni!

Eyða Breyta
17:02
F-riðill:
Villarreal
Manchester United
Atalanta

Eyða Breyta
17:01
A-riðill:
Manchester City
Paris Saint-Germain
RB Leipzig

Þetta er svaka riðill!

Eyða Breyta
17:00
H-riðill:
Chelsea
Juventus
Zenit frá Pétursborg

Eyða Breyta
16:59
E-riðill:
Bayern München
Barcelona
Benfica

Benfica skellir sér með Bæjurum og Börsungum í riðil.

Eyða Breyta
16:57
D-riðill:
Inter
Real Madrid
Shakhtar Donetsk

Shakhtar í erfiðum riðli.

Eyða Breyta
16:56
Þá er komið að því að draga úr þriðja potti. Porto, Ajax, RB Leipzig, Atalanta, Zenit, Benfica, Shakhtar Donetsk, RB Salzburg.

Eyða Breyta
16:55
Miðjumenn síðasta tímabils í Meistaradeildinni.




Eyða Breyta
16:52
F-riðill:
Manchester United og Villarreal saman í riðli. Liðin sem léku til úrslita í Evrópudeildinni.

Villarreal
Manchester United

Þá er búið að draga úr öðrum styrkleikaflokki. Hlé er gert á drættinum.

Eyða Breyta
16:51
G-riðill:
Lille
Sevilla

Eyða Breyta
16:50
E-riðill:
Alvöru tvíeyki!

Bayern München
Barcelona

Eyða Breyta
16:50
H-riðill:
Juventus fer í riðil með Chelsea.

Chelsea
Juventus

Eyða Breyta
16:49
A-riðill
PSG og Man City saman í riðli!

Manchester City
Paris Saint-Germain

Eyða Breyta
16:48
B-riðill:
Liverpool fer í B-riðil með Atletico Madrid.

Atletico Madrid
Liverpool

Eyða Breyta
16:48
Liverpool að koma upp...

Eyða Breyta
16:47
D-riðill:
Real Madrid verður með Inter í riðli. Alvöru.

Inter
Real Madrid

Eyða Breyta
16:46
C-riðill:
Þýska stórliðið Dortmund fer í C-riðilinn með Sporting.

Sporting Lissabon
Borussia Dortmund

Eyða Breyta
16:45
Þá er komið að því að draga úr potti tvö. Real Madrid, Barcelona, Juventus, Manchester United, PSG, Liverpool, Sevilla og Borussia Dortmund eru þar.

Eyða Breyta
16:44
Bestu varnarmenn Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili eru Ruben Dias hjá Manchester City og Irene Paredes hjá PSG.



Eyða Breyta
16:41
G-riðill:
Lille. Frakkarnir skella sér í G-riðilinn.

H-riðill:
Meistararnir í Chelsea.

Þar með er búið að draga úr efsta styrkleikaflokknum. Þá er gert smá hlé á drættinum.

Eyða Breyta
16:40
D-riðill:
Inter. Ítalíumeistararnir eru í D-riðlinum.

E-riðill:
Bayern München. Þýskalandsmeistararnir í E-riðli.

F-riðill:
Villarreal. Meistarar Evrópudeildarinnar fá sæti í efsta styrkleikaflokki.

Eyða Breyta
16:39
B-riðill
Atletico Madrid er í B-riðli.

C-riðill:
Sporting Lissabon er í C-riðlinum.

Það er verið að draga úr efsta styrkleikaflokki.

Eyða Breyta
16:38
A-riðill

Manchester City er fyrst til að koma upp og fer í A-riðil.

Eyða Breyta
16:32
KÓNGURINN!



Já loksins er komið að því að draga! Sjálfur Giorgio Marchetti, sá sem er bestur allra í Evrópu að draga, er kominn á sviðið og fer yfir það með hvaða hætti drátturinn er. Þið lesendur eruð að sjálfsögðu með það allt á hreinu.

Eyða Breyta
16:30
Búið er að tilkynna um valið á bestu markvörðum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Edouard Mendy hjá Chelsea í karlaflokki og Sandra Panos hjá Barcelona í kvennaflokki.




Eyða Breyta
16:25
Meðan þetta innantóma spjall er í gangi þá skiptum við yfir á Rauða dregilinn. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er mættur til að vera viðstaddur gleðskapinn. Það væri gaman að vera fluga á vegg í kokteilboðinu eftir dráttinn.



Eyða Breyta
16:24
Branislav Ivanovic og Michael Essien eru mættir á sviðið. Þeir munu aðstoða við dráttinn. Verið að spjalla við þá félaga. Meðal annars um sigur Chelsea í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.




Eyða Breyta
16:20
Dynjandi lófatak fyrir læknateyminu sem bjargaði lífi Christian Eriksen. Mynndatökur í gangi áður en farið verður yfir í næsta dagskrárlið...

Eyða Breyta
16:15


Eyða Breyta
16:12
Meðan lítið er að frétta frá athöfninni í Istanbúl...

Risafréttir úr herbúðum Manchester City en Benjamin Mendy hefur verið ákærður af lögreglunni fyrir meintar nauðganir.

Nánar um það hérna

Eyða Breyta
16:08
Forsetinn er mættur!

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er kominn til að tilkynna um forsetaverðlaunin. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær og læknaliðið sem bjargaði lífi Chrstian Eiksen fá forsetaverðlaun UEFA, sérstök heiðursverðlaun. Lestu nánar um það hérna.



Eyða Breyta
16:03
Athöfnin er farin á fulla ferð


Verið er að sýna dramatísk myndbönd. Athugið! Talað er um að drátturinn sjálfur sé rétt fyrir klukkan 16:30!

Eyða Breyta
15:58


Eyða Breyta
15:48
Athöfnin hefst klukkan 16:00... ekki langt í þetta
Við erum samt með það mikla reynslu hér á Fótbolta.net að við búum okkur undir mikinn teygjulopa, ræðuhöld og jafnvel dansatriði áður en ljóst verður hvernig riðlarnir verða skipaðir.



Verður Cristiano Ronaldo með Manchester City í Meistaradeildinni? Er hann maðurinn sem getur hjálpað City að stíga lokaskrefið? Þær sögusagnir verða allavega háværari og háværari. ESPN segir að Manchester City og Ronaldo séu nálægt því að ná samkomulagi. Ákaflega áhugavert!

Eyða Breyta
15:23
Styrkleikapottarnir:

1. flokkur: Chelsea, Villarreal, Atletico Madrid, Manchester City, Bayern München, Inter, Lille, Sporting Lissabon

2. flokkur: Real Madrid, Barcelona, Juventus, Manchester United, PSG, Liverpool, Sevilla, Borussia Dortmund

3. flokkur: Porto, Ajax, RB Leipzig, Atalanta, Zenit, Benfica, Shakhtar Donetsk, RB Salzburg

4. flokkur: Milan, Club Brugge, Young Boys, Malmö, Wolfsburg, Besiktas, Dinamo Kiev, Sheriff

Eyða Breyta
15:21
Verðlaunaafhending einnig framundan

Á athöfninni mun UEFA einnig veita hin ýmsu verðlaun: Leikmaður ársins í karla- og kvennaflokki og bestu þjálfararnir.

Líka: Markvörður, varnarmaður, miðjumaður og sóknarmaður síðasta tímabils í Meistaradeildinni. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum verður Jorginho valinn besti miðjumaðurinn.

Eyða Breyta
15:16


Drátturinn fer fram í Halic ráðstefnuhöllinni í Istanbúl, Tyrklandi, og þar er verið að skúra sviðið eins og sjá má:



Eyða Breyta
15:10


Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þetta tímabilið verður á Krestovsky leikvangnum í Pétursborg í Rússlandi 28. maí.

Eyða Breyta
15:08


Branislav Ivanovic mun aðstoða við dráttinn. Þessi serbneski varnarmaður vann Meistaradeildina með Chelsea 2012.

Eyða Breyta
15:05
Góðan og gleðilegan daginn! - Framundan er dráttur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið og við fylgjumst með honum.

Í pottinum:

Spánn: Atletico Madrid, Real Madrid, Barcelona, Sevilla, Villarreal

England: Manchester City, Manchester United, Liverpool, Chelsea

Þýskaland: Bayern München, RB Leipzig, Borussia Dortmund, Wolfsburg

Ítalía: Inter, AC Milan, Atalanta, Juventus

Frakkland: Lille, Paris St-Germain

Portúgal: Sporting Lissabon, Porto, Benfica

Rússland: Zenit í Pétursborg

Belgía: Club Brugge

Úkraína: Dynamo Kiev, Shaktar Donetsk

Holland: Ajax

Tyrkland: Besiktas

Sviss: Young Boys

Svíþjóð: Malmö

Austurríki: RB Salzburg

Moldavía: Sheriff Tiraspol

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner