Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. ágúst 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Bondarinn getur tekið víti blindandi"
Siggi Bond fagnar marki sínu.
Siggi Bond fagnar marki sínu.
Mynd: Guðmann Rúnar Lúðvíksson
„Þetta var hörkuleikur. Þeir skoruðu ekki fyrr en Siggi Bond kom af bekknum og fékk vítaspyrnu," segir Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni þegar rætt er um sigur toppliðs 2. deildarinnar, Þróttar Vogum, gegn Leikni Fáskrúðsfirði.

Staðan í leiknum var lengi markalaus en Þróttarar brutu loks ísinn á 81. mínútu þegar Sigurður Gísli Snorrason, þekktur undir nafninu Siggi Bond, skoraði úr víti.

„Hann var ekki búinn að æfa neitt fyrir leikinn og var eineygður í leiknum. Hann var með sýkingu í auganu og sá ekkert með því. Þess vegna var hann á bekknum," segir Gylfi Tryggvason.

„Pældu í að vera eineygður og koma inn í fótboltaleik og taka vítaspyrnu í stöðu 0-0. Eins og það sé bara eðlilegt."

„Ég held að Bondarinn geti tekið víti blindandi," segir Óskar Smári Haraldsson.

Þróttur Vogum vann leikinn á endanum 2-0 og er á toppnum með 38 stig, það eru fimm stig niður í Völsung sem er í þriðja sætinu.
Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner