Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. ágúst 2021 12:52
Ástríðan
„Braut og bramlaði í klefanum eftir leik" - Öðruvísi en aðrir þjálfarar í deildinni
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR.
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ÍR-ingar sem ætluðu að vinna deildina og slá stigamet fóru og töpuðu gegn neðsta liðinu í deildinni," segir Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni þar sem rætt var um óvænt tap ÍR-inga í 2. deildinni, gegn Fjarðabyggð sem var í neðsta sæti fyrir leikinn.

„Arnar Hallsson (þjálfari ÍR) braut og bramlaði í klefa eftir leik, gjörsamlega trylltur út í liðið sitt," segir Sverrir.

„Er það ekki bara skiljanlegt? Ef þú horfir á alla heildarmyndina þá er þetta lið sem var að vinna Fjölni í bikarnum og er með miklar kröfur á sjálfa sig," segir Óskar Smári Haraldsson.

ÍR-ingar sigla lygnan sjó í 2. deildinni, eru í sjöunda sætinu, en eiga framundan leik gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Mér finnst þetta sýna hversu skuldbundinn hann er verkefninu. Hann ætlar að vera þarna áfram á næsta ári. Menn fara austur og tapa gegn neðsta liðinu. Mótið er búið og þeir eru þarna um miðja deild. Ég held að 99% af þjálfurum hefðu talað um að þetta væri algjör skita en hann er alveg brjálaður," segir Gylfi Tryggvason.

„Arnar er öðruvísi þjálfari en eiginlega allir aðrir í deildinni. Mér finnst geðveikt að hafa svona þjálfara í deildinni, sem rýnir mikið og djúpt í tölfræði og taktík. Hann tekur leikmenn sem eru tilbúnir að verða betri leikmenn og gerir þá að betri leikmönnum. Það er fullt af hlutum sem hann gerir vel þó stigasöfnunin hafi ekki verið eftir væntingum," segir Óskar Smári.
Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner