Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. ágúst 2021 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Drátturinn: Liverpool fékk erfiðan riðil en Man Utd talsvert auðveldari
Mynd: Getty Images
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Istanbúl. Dregið var í átta fjögurra liða riðla og geta lið frá sama landi ekki dregist saman í riðla. Sex umferðir eru leiknar í riðlakeppni og efstu tvö liðin í hverjum riðli fara áfram í sextán liða úrslit. Fyrsta umferðin fer fram dagana 14./15. september og lokaumferðin dagana 7./8. desember. Dregið verður í sextán liða úrslitin þann 13. desember.

Textalýsinging frá drættinum.

Manchester United mætir Villarreal en Villarreal sigraði einmitt United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor. Þá eru Atalanta og Young Boys með þeim í riðli F. Chelsea mætir Juventus, Zenit og Malmö.

Manchester City er í riðli með PSG, Leipzig og Club Brugge. Liverpool er í erfiðum riðli, liðið mætir Spánarmeisturunum í Atletico Madrid, Porto og AC Milan. Nýliðar Sheriff mæta Real Madrid, Shakhtar og Inter.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þetta tímabilið verður á Krestovsky leikvangnum í Pétursborg í Rússlandi 28. maí. Chelsea er ríkjandi meistari eftir sigur gegn Manchester City í úrslitaleik í maí.

Riðill A:
Manchester City
PSG
RB Leipzig
Club Brugge

Riðill B:
Atletico Madrid
Liverpool
Porto
AC Milan

Riðill C:
Sporting CP
Dortmund
Ajax
Besiktas

Riðill D:
Inter
Real Madrid
Shakhtar Donetsk
Sheriff Tiraspol

Riðill E:
Bayern Munchen
Barcelona
Benfica
Dynamo Kiev

Riðill F:
Villarreal
Manchester United
Atalanta
Young Boys

Riðill G:
Lille
Sevilla
FC Salzburg
Wolfsburg

Riðill H:
Chelsea
Juventus
Zenit
Malmö
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner