fim 26. ágúst 2021 10:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framtíð Eiðs óljós - Tekur hann við Fjölni?
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki víst hvort þjálfarinn Eiður Benedikt Eiríksson verði áfram hjá Val eftir þetta tímabil. Eiður var til viðtals eftir að Valur varð Íslandsmeistari í gær. Hann var spurður hvort hann yrði áfram hjá Val.

„Það er góð spurning, það kemur í ljós," sagði Eiður. Tímabilið klárað og svo sest niður? „Það er alltaf svoleiðis."

Eiður er uppalinn hjá Fjölni og hefur á sínum þjálfaraferli þjálfað yngri flokka félagsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net kemur Eiður til greina sem næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu.

Fjölnir setti stefnuna á að fara upp úr Lengjudeildinni í sumar eftir fall úr efstu deild í fyrra. Þegar skammt er eftir af mótinu er ólíklegt að Fjölnir nái takmarki sínu og má telja líklegt að leitað verði til annars þjálfara fyrir næsta tímabil. Ásmundur Arnarsson tók aftur við Fjölni fyrir tímabilið 2019 og er á sínu þriðja tímabili með liðið. Áður hafði hann þjálfað liðið á árunum 2005-2011.

Eiður var ráðinn til Vals fyrir tímabilið 2019 og verið í teymi með Pétri Péturssyni, fyrst sem aðstoðarþjálfari. Þar áður hafði Eiður þjálfað Vængi Júpíters og kvennalið Fylkis í meistaraflokki. Valur varð Íslandsmeistari árið 2019 og aftur á þessu ári.
Eiður Ben: Fáum okkur kaffi og sígó í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner