Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 26. ágúst 2021 22:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland niður um eitt sæti þrátt fyrir árangur Blika
Endurheimtum ekki fjórða Evrópusætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt um að dapur árangur íslenskra félagsliða í Evrópuleikjum gerði það að verkum að Ísland fór niður í „ruslflokk" og missti eitt af Evrópusætum sínum.

Ísland var með fjögur sæti í Evrópukeppnum en í dag eru aðeins þrjú í boði, tvö í gegnum Pepsi Max-deildina og eitt til sigurvegara bikarsins.

Vonast var eftir því að góður árangur Breiðabliks í forkeppni Sambandsdeildarinnar myndi hjálpa Íslandi að endurheimta fjórða Evrópusætið en svo varð ekki.

Lincoln Red Imps frá Gíbraltar og Flora Tallinn frá Eistlandi tryggðu sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar," skrifaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings og fyrrum formaður ÍTF, á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner