fim 26. ágúst 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kounde nálgast Chelsea - Félagaskipti Zouma í hættu
Jules Kounde mun líklega semja við Chelsea
Jules Kounde mun líklega semja við Chelsea
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er nálægt því að ná samkomulagi við Sevilla um franska miðvörðinn Jules Kounde. Gianluca Di Marzio fullyrðir þetta en á sama tíma gæti Chelsea hætt við að selja Kurt Zouma til West Ham.

Chelsea og Tottenham hafa sýnt Kounde mikinn áhuga í sumar og var talið líklegast að hann færi til Nuno Espirito Santo og félaga í Tottenham.

Síðustu daga hefur Chelsea fært sig nær Kounde og er félagið nálægt samkomulagi við Sevilla. Kaupverðið er í kringum 43 milljónir punda.

Kounde kemur til með að koma með breidd inn í vörn Chelsea en félagið ætlar að losa sig við Kurt Zouma.

West Ham hefur verið í viðræðum við Chelsea síðustu daga en kaupverðið er í kringum 25 milljónir punda.

Sky Sports greindi frá því í gærkvöldi að Chelsea væri að íhuga að hætta við söluna. Viðræðurnar eru flóknar og eru Evrópumeistararnir að íhuga að slíta viðræðunum en það mun skýrast á næstu dögum hvað verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner