Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: KR vann toppslaginn - FH missteig sig
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór heil umferð fram í Lengjudeild kvenna fyrr í kvöld þar sem KR vann toppslag á útivelli gegn Aftureldingu á sannfærandi máta og jafnaði FH um leið í toppsætinu.

Bæði lið komust nálægt því að skora áður en Unnur Elva Traustadóttir kom KR yfir eftir darraðadans í vítateig Mosfellinga.

KR komst nálægt því að tvöfalda forystuna en það tókst ekki fyrir leikhlé. Aideen Hogan Keane gerði það skömmu eftir leikhlé eftir frábæra sókn og KR komið í 0-2.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr á lokakaflanum eftir að KR fékk vítaspyrnu. Laufey Björnsdóttir klúðraði af vítapunktinum en Reynir Ingi Finnsson dómari lét endurtaka spyrnuna og þá skoraði Laufey örugglega. Skömmu síðar fékk Aideen sitt annað gula spjald í liði KR og í kjölfarið voru Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR og Ruth Þórðar Þórðardóttir varamarkvörður Aftureldingar send upp í stúku með rautt spjald.

Sjö mínútum var bætt við en meira var ekki skorað. Niðurstaðan frábær sigur KR sem er komið tveimur stigum yfir Aftureldingu og búið að jafna FH í toppbaráttunni.

Afturelding 0 - 3 KR
0-1 Unnur Elva Traustadóttir ('31)
0-2 Aideen Hogan Keane ('55)
0-3 Laufey Björnsdóttir ('79, víti)
Rautt spjald: Aideen Hogan Keane, KR ('83)

Lestu um leikinn



FH gerði ótrúlegt átta marka jafntefli í Grindavík þar sem Sigríður Lára Garðarsdóttir afrekaði það að skora í sitthvort markið með mínútu millibili.

Grindavík tók forystuna í tvígang áður en FH komst loks yfir í síðari hálfleiks en lokamínúturnar voru fjörugar. Christabel Oduro skoraði sitt annað mark á 85. mínútu og virtist ætla að krækja í stigin fyrir Grindavík en Sandra Nabweteme jafnaði mínútu síðar.

Lokatölur urðu því 4-4 og er FH áfram á toppi deildarinnar. FH deilir toppsætinu með KR og eru liðin tveimur stigum fyrir ofan Aftureldingu.

Grindavík 4 - 4 FH
1-0 Christabel Oduro ('15)
1-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('45)
2-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir, sjálfsmark ('45)
2-2 Arna Sigurðardóttir ('48)
2-3 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('64)
3-3 Unnur Stefánsdóttir ('66)
4-3 Christabel Oduro ('85)
4-4 Sandra Nabweteme ('86)

Grótta vann þá HK í fallbaráttuslag og kom sér frá fallsvæðinu á meðan önnur fallbaráttulið töpuðu.

ÍA steinlá í Víkinni eftir að hafa leitt í hálfleik og Augnablik tapaði gegn Haukum í Hafnafirði.

Aðeins þrjú stig skilja þrjú neðstu lið deildarinnar að, Augnablik og HK verma fallsætin sem stendur.

Víkingur R. 4 - 1 ÍA
0-1 Dana Joy Scheriff ('22)
1-1 Dagný Rún Pétursdóttir ('66)
2-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('73)
3-1 Nadía Atladóttir ('81)
4-1 Nadía Atladóttir ('84)

HK 1 - 2 Grótta
0-1 María Lovísa Jónasdóttir ('48)
1-1 Danielle Marcano ('78)
1-2 Tinna Jónsdóttir ('89)

Haukar 3 - 2 Augnablik
Markaskorara vantar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner