Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. ágúst 2021 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Maður liggur bara yfir tölvunni að skoða einhver vídeó"
Lengjudeildin
Alexander Pedersen
Alexander Pedersen
Mynd: Raggi Óla
Alexander Pedersen, markvörður Kórdrengja, átti mjög góðan leik gegn Þór á þriðjudag. Alexander þurfti ekki að verja mörg skot í leiknum en var öruggur í öllum fyrirgjöfum og öðrum aðgerðum í teignum.

Fréttaritari spurði Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, út í Alexander eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 Þór

„Hann stóð sig frábærlega. Hann var ósáttur með eitt atriði gegn Gróttu (í leiknum á undan), þegar þeir skoruðu undir lokin," sagði Davíð Smári.

Kórdrengir voru með Lukas Jensen á láni fyrri hluta tímabilsins frá Burnley og nældu í Alexander í sumarglugganum. Alexander, sem er 26 ára gamall, kom til Kórdrengja frá KFUM í Noregi. Áður hafði hann spilað með liðum eins og Hönefoss, Kongsvinger og Start ásamt U19 ára landsliði Noregs. Hvernig fundu Kórdrengir Alexander?

„Maður liggur bara yfir tölvunni að skoða einhver vídeó. Svo er þetta bara lotterí hvort maður fái það sem maður heldur að maður sé að fá. Hann er bara flottur gæi og mikill professionalismi í kringum hann. Það er það sem við þurftum og við erum mjög sáttir með hann," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner