fim 26. ágúst 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man City útilokar ekki kaup á Ronaldo - Riftunarákvæði í samningi Kane?
Powerade
Gæti Ronaldo farið til Manchester City?
Gæti Ronaldo farið til Manchester City?
Mynd: Getty Images
Lucas Ocampos er orðaður við Liverpool.
Lucas Ocampos er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Wilshere íhugar að leggja skóna á hilluna.
Wilshere íhugar að leggja skóna á hilluna.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Ronaldo, Arteta, Kane, Guardiola, Loftus-Cheek og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Paris St-Germain vill fá 188 milljónir punda (220 milljónir evra) fyrir franska sóknarleikmanninn Kylian Mbappe (22). (Le Parisien)

Manchester City hefur ekki útilokað að kaupa portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo (36) frá Juventus eftir að enski fyrirliðinn Harry Kane staðfesti að hann yrði áfram hjá Tottenham. (ESPN)

Jorge Mendes umboðsmaður Ronaldo segir að leikmaðurinn sé tilbúinn að yfirgefa Juventus og hefur verið að leita að félagi sem er tilbúið að borga launatölur hans. City er til í það. (Sky Sports)

Kane (28) er ósáttur við að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hafi ekki gengið að kauptilboðum í sig. Sóknarmaðurinn gæti skrifað undir nýjan samning með riftunarákvæði. (Telegraph)

Chelsea lauk tilraunum sínum til að fá norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund í sumar þegar umboðsmaðurinn Mino Raiola setti fram kröfur um háar fjárhæðir í eigin vasa og metfé í laun fyrir leikmanninn. (Star)

Pep Guardiola mun yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út sumarið 2023. Hann ætlar að taka hlé frá fótbolta áður en hann verður landsliðsþjálfari. (Globo)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á ekki á hættu að missa starfið á næstunni þrátt fyrir slæma byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, hefur verið orðaður við Arsenal. (Independent)

Liverpool íhugar að gera tilboð í vængmanninn Lucas Ocampos (27) hjá Sevilla. Úlfarnir hafa líka sýnt Argentínumanninum áhuga. (Star)

Jose Mourinho, stjóri Roma, er að skipuleggja 13,5 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (25). Þeir unnu aðeins saman hjá Chelsea. (Mail)

Manchester United mun ekki geta gert tilboð í Eduardo Camavinga (18), franska miðjumanninum hjá Rennes, eða spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) hjá Atletico Madrid, nema einhverjir verði seldir. (ESPN)

Chelsea er talið í lykilstöðu til að krækja í Saul en Atletico er opið fyrir því að selja spænska landsliðsmanninn. (Express)

Barcelona og Atletico Madrid hafa áhuga á portúgalska miðjumanninum Bernardo Silva (27) hjá Manchester City. Félögin skoða möguleika á lánssamningi. (90Min)

Sevilla segist hafa hafnað tilboði frá Chelsea í franska varnarmanninn Jules Kounde (22) og að engin þörf sé á að selja leikmenn. (Goal)

Ilaix Moriba (18), miðjumaður Barcelona, er orðaður við Chelsea og RB Leipzig. Óvíst er hvort hann framlengi samning sinn við katalónska félagið. (Mundo Deportivo)

Willian (22), brasilíski vængmaðurinn hjá Arsenal, er að reyna að ganga frá skiptum til Corinthians. (Sun)

Sergio Busquets, miðjumaður Spánar og Barcelona, hefur samþykkt að taka á sig frekari launaskerðingu til að hjálpa félaginu að minnka launakostnað. (ESPN)

Jack Wilshere (29), fyrrum miðjumaður Arsenal og Englands, segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna. Hann hefur ekki fengið nein tilboð eftir að Bournemouth lét hann fara. (Athletic)

Úlfarnir vilja blanda sér í baráttuna um að fá hollenska varnarmanninn Sven Botman (21) frá Lille. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham og Liverpool í fortíðinni. (HITC)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner