Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. ágúst 2021 08:15
Brynjar Ingi Erluson
Matip hafnaði kamerúnska landsliðinu
Joel Matip hefur engan áhuga á að spila aftur fyrir Kamerún
Joel Matip hefur engan áhuga á að spila aftur fyrir Kamerún
Mynd: Getty Images
Joel Matip, varnarmaður LIverpool á Englandi, hafnaði tækifærinu á að spila með Kamerún í undankeppni HM og ætlar frekar að einbeita sér að félagsliði sínu.

Þessi þrítugi varnarmaður hefur ekki spilað með Kamerún síðan 2016 en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir átök innan knattspyrnusambandsins.

Hann hefur spilað vel með Liverpool þegar hann er heill og hefur ákveði að gefa ekki kost á sér í kamerúnska landsliðið sem reyndi að fá hann fyrir leikina í september.

„Það er ekkert nýtt að frétta af Matip. Það eru leikmenn sem vildu koma aftur í landsliðið en það er óþarfi að nefna þá sem vildu ekki koma," sagði Toni Conceicao, þjálfari Kamerún.

„Matip vill ekki snúa aftur í landsliðið og það er vandamálið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner