Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Nice þarf að leika bak við luktar dyr
Það voru læti í Hreiðrinu í Nice.
Það voru læti í Hreiðrinu í Nice.
Mynd: Getty Images
Franska liðið Nice þarf að spila næsta heimaleik sinn, gegn Bordeaux, án áhorfenda eftir lætin sem sköpuðust gegn Marseille síðasta sunnudag.

Þá hefur sjúkraþjálfari Marseille, Pablo Fernandez, verið dæmdur í leikbann fyrir sinn hlut í látunum.

Flösku var kastað í Dimitri Payet, leikmann Marseille, þegar hann bjó sig undir að taka hornspyrnu. Hann kastaði flöskunni til baka í stúkuna og þá sauð allt upp úr.

Stuðningsmenn óðu út á völlinn og til átaka kom milli leikmanna Marseille og stuðningsmanna Nice. Lögreglu og öryggisgæslu gekk illa að róa mannskapinn og dómarinn tók þá ákvörðun að kalla liðin af velli.

Leikmenn Nice mættu aftur til að klára leikinn en stundarfjórðungur var eftir, Nice 1-0 yfir. Leikmenn Marseille neituðu hinsvegar að snúa aftur til vallar.

Verið er að rannsaka hegðun áhorfenda í leiknum og ekki er ákveðið hvað verði um úrslit hans. Þar til niðurstaða fæst þá telur leikurinn ekki í frönsku deildinni.

Búist er við því að ákvörðun verði opinberuð þann 8. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner