Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. ágúst 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid hækkar tilboðið í Mbappe
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Real Madrid sé búið að leggja fram annað tilboð í Kylian Mbappe, stórstjörnu PSG.

PSG hafnaði 160 milljón evra tilboði á dögunum og nú hefur Real ákveðið að bjóða 170 milljónir + 10 milljónir í aukagreiðslur.

Mbappe á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við franska stórveldið og hefur hafnað þremur nýjum samningstilboðum. Hann vill ganga í raðir Real Madrid, hvort sem það gerist í sumar eða eftir eitt ár.

Stjórnendur PSG virðast enn hafa von um að semja við Mbappe og spennandi verður að fylgjast með hvort þessi eldsnöggi framherji fái að spila heilt tímabil með Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner