Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 26. ágúst 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar gleymdi fagninu - Stuðningsmennirnir búnir að semja lag
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli.
Mynd: Lyngby
Sævar Atli Magnússon hefur farið vel af stað með Lyngby í dönsku 1. deildinni eftir félagaskipti sín frá Leikni.

Sævar skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið fyrir rúmri viku síðan, í 4-2 sigri á Fremad Amager.

Sævar Atli var í dag í skemmtilegu viðtali á samfélagsmiðlum Lyngby þar sem kom í ljós að hann hefði gleymt að fagna fyrsta marki sínu með fagninu sem hann tekur alltaf. Sævar tekur alltaf hafnabolta fagn þegar hann skorar en gerði það ekki þegar hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir Lyngby.

„Ég ætlaði að gera fagnið mitt sem ég gerði alltaf á Íslandi en svo sá ég stuðningsfólkið og fljúgandi bjórglös, og ég gleymdi því bara. Það var gott að ná fyrsta markinu svona snemma," segir Sævar.

Í viðtalinu kom í ljós að stuðningsmenn Lyngby eru búnir að semja lag um Sævar Atla en það var sungið fyrir hann í viðtalinu.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan. Lyngby hefur farið gríðarlega vel af stað í dönsku 1. deildinni og er á toppnum.

Sjá einnig:
Sævar Atli: Áður en ég vissi af, þá var ég staddur á Keflavíkurflugvelli


Athugasemdir
banner