Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. ágúst 2021 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Alfons í riðlakeppnina - Hólmar og Sveinn Aron úr leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodö/Glimt tryggði sér þátttöku í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með sigri á litháísku meisturunum í FK Zalgiris.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom við sögu er Elfsborg lagði Feyenoord að velli 3-1 en sigurinn nægði ekki til að koma sænska félaginu áfram. Feyenoord rústaði fyrri leiknum á heimavelli, 5-0. Hákon Rafn Valdimarsson var á bekknum hjá Elfsborg.

Rosenborg datt einnig úr leik með tapi gegn Rennes. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði fyrstu 76 mínúturnar en gestirnir frá Frakklandi voru ekki í vandræðum og unnu 1-3.

Axel Óskar Andrésson var þá ekki í hóp er Riga FC tapaði eftir framlengingu gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar.

AS Roma, FC Kaupmannahöfn og Vitesse eru einnig komin í riðlakeppnina eftir sigra í dag. Þá er Hammarby í góðri stöðu gegn Basel eftir að Jón Guðni Fjóluson skoraði tvennu.

Bodö/Glimt 1 - 0 Zalgiris (3-2 samanlagt)
1-0 O. Solbakken ('62)

Elfsborg 3 - 1 Feyenoord (3-6 samanlagt)
1-0 J. Larsson ('42)
2-0 A. Bernhardsson ('50)
2-1 J. Toornstra ('61)
3-1 M. Ndione ('77)

Rosenborg 1 - 3 Rennes (1-5 samanlagt)
0-1 Romain Del Castillo ('6 )
0-2 Nayef Aguerd ('41 )
1-2 Stefano Vecchia ('68 , víti)
1-3 Matthis Abline ('81 )

AS Roma 3 - 0 Trabzonspor (5-1 samanlagt)
1-0 Bryan Cristante ('20)
2-0 Nicolo Zaniolo ('65)
3-0 Stephan El Shaarawy ('84)

FCK 5 - 0 Sivasspor (7-1 samanlagt)
1-0 Jens Stage ('24 )
2-0 Mohammed Daramy ('39 )
3-0 Lukas Lerager ('57 )
4-0 Pep Biel ('62 )
5-0 Rasmus Winther Hojlund ('76 )

Vitesse 2 - 1 Anderlecht (5-4 samanlagt)
1-0 M. Wittek ('4)
2-0 M. Wittek ('49)
2-1 L. Refaelov ('81)


Athugasemdir
banner
banner