Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögur um Ronaldo til Man City verða háværari
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus.
Mynd: EPA
Sagan um að Cristiano Ronaldo sé á leið til Manchester City er að verða háværari.

Portúgalski fjölmiðlamaðurinn Goncalo Lopes segir núna á Twitter-síðu sinni að skiptin séu svo gott sem frágengin, og núna sé þetta í höndum Jorge Mendes, umboðsmanns Ronaldo, og Juventus, félags hans, að skiptin gangi alveg í gegn.

Hann segir að Ronaldo sé búinn að ræða málin við Pep Guardiola, stjóra Manchester City. Sky Italia segir að Ronaldo hafi sagt einhverjum liðsfélögum sínum hjá Juventus að hann sé á leið til City.

Ronaldo er 36 ára gamall og einn besti fótboltamaður allra tíma. Talið er að Juventus vilji fá 28-30 milljónir evra fyrir hann.

Það yrði áhugavert að sjá hann í Man City þar sem hann er goðsögn hjá nágrannaliðinu, Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner