Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 26. ágúst 2021 12:05
Ástríðan
Virðist ansi margt að hjá Haukum - „Menn tolla ekki þarna"
Haukar eru í frjálsu falli.
Haukar eru í frjálsu falli.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ef það er einhvern tímann talað um krísu þá er það núna. Ég held að Haukum líði ekki vel með sjálfa sig í dag," segir Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni en þar var staða Hafnarfjarðarliðsins til umræðu.

6-1 tap gegn Njarðvík í síðustu umferð var sjöundi tapleikur Hauka í röð í 2. deildinni. Liðið er í frjálsu falli í deildinni.

„Þetta er eitthvað meira en krísa. Þetta er bara brotajárn," segir Gylfi Tryggvason. „Um daginn var ég að pæla hvar allir Haukastrákarnir væru og síðan þá hef ég varla hugsað um annað í þrjár vikur. Það er skrítið hvað þeir hverfa."

„Það virðist ansi margt að hjá Haukunum eins og staðan er í dag. Það eru Haukastrákar í svo mörgum liðum, að spila í sömu deild eða deildum fyrir ofan eða neðan. Menn tolla ekki þarna, það virðist vera eitthvað rótgróið vandamál hjá Haukunum og það er ekki að byrja núna í ár," segir Sverrir Mar Smárason.

„Uppaldir Haukamenn hafa leitað annað því þeir telja að þeir komist ekki lengra með sinn feril með því að vera áfram. Það gerðist í vetur að það voru strákar úr 2. flokki í vetur sem fóru annað."

„Það gengur miklu verr hjá fótboltadeild Hauka að safna peningum en handbolta- og körfuboltadeildinni. Það er miklu meiri peningur settar í þær íþróttir. Ég held að það séu miklar breytingar að fara í gang hjá Haukum."

„Búið til umhverfi þar sem fólki líður vel. Ég get alveg trúað því að einhverjir séu brjálaðir á Völlunum að reita hárið á sér að hlusta á þetta. En gerið það fyrir mig að líta inn á við. Ég nenni ekki að Haukar séu að fara að verða eitthvað 4. deildarlið. Menn þurfa að rífa sig í gang því þetta er ekki boðlegt," segir Gylfi.

Í þættinum er nánar rætt um þá leikmenn Hauka sem hafa leitað annað, mögulega pabbapólitík, hvernig Haukar geta rétt úr kútnum og þjálfareymi liðsins.
Ástríðan x Óskar Smári - Lítið eftir, mikil spenna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner