Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. ágúst 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Vonandi verðum við þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann í hópnum"
Kristinn Jónsson er veikur
Kristinn Jónsson er veikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson var ekki í leikmannahópnum hjá KR í 2-0 sigrinum á ÍA í gær en hann hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga og má gera ráð fyrir honum aftur í hóp gegn Leikni í næstu umferð.

KR-ingar voru sendir í sóttkví á fimmtudag og voru í því til mánudags eftir að það kom upp smit hjá KR-ingum.

Þeir hafa ekkert getað æft þessa daga. Leiknum gegn ÍA var því frestað frá sunnudegi til miðvikudags en Kristinn gat ekki verið með vegna veikinda.

Rúnar býst þó við því að hann verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Leikni.

„Kiddi er veikur og ætti að vera klár á föstudag eða laugardag. Hann er allur að koma til og við verðum vonandi þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann í hóp og æfingu á laugardag og sunnudag fyrir leikinn mikilvæga gegn Leikni," sagði Rúnar í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Rúnar Kristins: Alveg sama hvað menn út í bæ segja
Athugasemdir
banner
banner
banner