Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Brom og Chelsea: Caballero og Abraham byrja
Thiago Silva með fyrirliðabandið
Thiago Silva fær fyrirliðabandið í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.
Thiago Silva fær fyrirliðabandið í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.
Mynd: Getty Images
Nýliðar West Bromwich Albion taka á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Slaven Bilic gerir aðeins eina breytingu eftir 5-2 tap gegn Everton í síðasta umferð þar sem Conor Townsend kemur inn fyrir Kieran Gibbs sem lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.

Frank Lampard gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Liverpool þar sem Willy Caballero kemur inn á milli stanganna í stað Kepa Arrizabalaga.

Thiago Silva byrjar þá við hlið Andreas Christensen í hjarta varnarinnar og fær fyrirliðabandið. Tammy Abraham kemur einnig inn í byrjunarliðið í stað Jorginho. Mason Mount færir sig væntanlega niður á miðjuna, Timo Werner fer á kantinn og Abraham verður að öllum líkindum fremsti leikmaður Chelsea í dag.

West Brom: Johnstone, O'Shea, Bartley, Ajayi, Furlong, Livermore, Sawyers, Townsend, Pereira, Diangana, Robinson
Varamenn: Button, Kipré, Field, Harper, Phillips, Edwards, Robson-Kanu

Chelsea: Caballero, James, Christensen, T. Silva, Alonso, Kante, Kovacic, Mount, Havertz, Werner, Abraham
Varamenn: Kepa, Azpilicueta, Tomori, Jorginho, Barkley, Hudson-Odoi, Giroud
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner