Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 15:16
Ívan Guðjón Baldursson
Milan að kaupa liðsfélaga Alfons sem skoraði gegn þeim
Mynd: Getty Images
AC Milan er við það að festa kaup á Jens Petter Hauge, unglingalandsliðsmanni Noregs og skærustu stjörnu í liði Bodö/Glimt sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö/Glimt sem heimsótti AC Milan í undankeppni Evrópudeildarinnar í vikunni og tapaði 3-2. Hauge lagði fyrsta mark leiksins upp og skoraði það seinna fyrir gestina.

Hauge er aðeins tvítugur og hefur gjörsamlega farið á kostum í norska boltanum á tímabilinu þar sem hann er kominn með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 17 leikjum.

Það var enginn annar en Erling Braut Haaland, sóknarmaður norska landsliðsins og Borussia Dortmund, sem vakti athygli á frammistöðu vinar sins Hauge fyrr á tímabilinu.

Hauge hefur spilað 46 leiki fyrir yngri landslið Noregs.


Athugasemdir
banner
banner
banner