Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Frábær árangur Bodö/Glimt á heimavelli í Evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Norska félagið Bodö/Glimt vann óvæntan sigur á heimavelli gegn FC Porto í fyrstu umferð í nýrri deildarkeppni Evrópudelidarinnar í gær.

Norðmennirnir börðust hetjulega gegn Porto og skópu að lokum 3-2 sigur þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn einum leikmanni færri.

Þetta var 31. heimaleikurinn sem Bodö/Glimt spilar í Evrópu síðan 2020 og 25. sigurinn.

Glimt hefur aðeins tapað 5 af þessum leikjum, gegn Arsenal, Ajax, PSV Eindhoven, Club Brugge og Legia Varsjá, og gert eitt jafntefli við Lech Poznan.

Glimt hefur meðal annars sigrað Besiktas, Rauðu stjörnuna frá Belgrad, AS Roma og Val í heimaleikjum sínum í Evrópu.

Þess má geta að allir tapleikir Glimt töpuðust aðeins með eins marks mun.


Athugasemdir
banner
banner
banner