Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud skoraði fyrsta markið sitt er Los Angeles vann bikarinn
Giroud og Kamara, sem eru samtals 77 ára gamlir, fögnuðu dátt eftir sigurinn.
Giroud og Kamara, sem eru samtals 77 ára gamlir, fögnuðu dátt eftir sigurinn.
Mynd: Getty Images
Los Angeles 3 - 1 Sporting Kansas
1-0 Olivier Giroud ('53)
1-1 Erik Thommy ('60)
2-1 Omar Campos ('102)
3-1 Kei Kamara ('109)

Franski framherjinn Olivier Giroud skoraði sitt fyrsta mark fyrir Los Angeles FC er liðið mætti Kansas City í úrslitaleik bandaríska bikarsins, US Open Cup.

Giroud spilaði fyrstu 67 mínútur leiksins en þetta var hans sjötti leikur með Los Angeles FC og hans fyrsta mark fyrir félagið.

Giroud er 37 ára gamall og er að berjast við hinn fertuga Kei Kamara um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá félaginu. Hinir ungu Nathan Ordaz og Luis Müller fá lítinn sem engan spiltíma með aðalliðinu.

Úrslitaleikurinn gegn Kansas fór í framlengingu en Los Angeles hafði betur þar með mörkum frá Omar Campos og Kei Kamara.

Los Angeles vann því bikarinn og er í góðri stöðu í efri hluta MLS deildarinnar, en hefur ekki gengið vel á síðustu vikum eða allt frá því að Giroud kom til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner