Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inaki Williams vonast til að bróðir sinn verði áfram í Bilbao
Mynd: EPA
Inaki Williams tjáði sig fyrir stórleik Athletic Bilbao gegn AS Roma í fyrstu umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Inaki var í byrjunarliðinu en gríðarlega öflugur bróðir hans Nico Williams byrjaði á varamannabekknum þar sem hann er að ná sér aftur af meiðslum.

Það voru ýmis stórveldi sem reyndu að kaupa Nico Williams í sumar en Nico ákvað að vera eftir í Bilbao, en hann er 22 ára gamall og skein skært með spænska landsliðinu sem vann EM í sumar.

„Nico sér ekki eftir því að hafa verið áfram hjá Athletic. Hann segir að þetta sé besta ákvörðun sem hann hefur tekið á ferlinum," sagði Inaki Williams fyrir leikinn í dag.

„Nico er mjög hamingjusamur í Bilbao og ég vona að við getum spilað saman sem lengst."
Athugasemdir
banner
banner