Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 26. september 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno og Hürzeler sleppa við hliðarlínubann
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo og Fabian Hürzeler, þjálfarar Nottingham Forest og Brighton sem gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, voru báðir reknir upp í stúku í leiknum.

Þeir voru ákærðir af enska fótboltasambandinu en fá ekki leikbann. Þeir fá sekt og viðvörun.

Espirito Santo og Hürzeler fengu rautt spjald á sama tíma þegar það hitnaði ansi mikið í kolunum eftir harða tæklingu Morgan Gibbs-White, sem var rekinn af velli með sitt seinna gula spjald þegar staðan var 2-2 á 83. mínútu leiksins.

Hürzeler verður því á hliðarlínunni í erfiðum slag Brighton á útivelli gegn Chelsea, rétt eins og Espirito Santo mun stýra sínum mönnum í Nottingham Forest á heimavelli gegn Fulham.

Hürzeler hafði þó fleiri fréttir að færa á sínum fréttamannafundi, þar sem hann sagði að brasilíski sóknarleikmaðurinn Joao Pedro verður ekki með um helgina vegna ökklameiðsla sem hann hlaut eftir umrædda tæklingu Gibbs-White.
Athugasemdir
banner
banner
banner