Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. nóvember 2021 20:12
Victor Pálsson
Leik Tékklands og Hollands frestað vegna veðurs - Kýpur náði í sitt fyrsta stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór fram einn leikur í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í kvöld en spilað var í Kýpur.

Ísland er í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur og stefnir á að tryggja sér eitt af tveimur efstu sætunum.

Kýpur og Hvíta-Rússland gerðu 1-1 jafntefli í kvöld og var það fyrrnefnda að ná í sitt fyrsta stig. Hvíta-Rússland er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Ísland er með sex stig í öðru sæti en Holland situr á toppnum og hefur leikið fjóra leiki á meðan stelpurnar okkar hafa spilað þrjá.

Leikur Tékklands og Hollands átti að fara fram í kvöld en honum var frestað vegna veðurs.

Mikil snjókoma er í Tékklandi og var því ákveðið að finna betri tíma fyrir þessa viðureign.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner