Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Ana Victoria Cate gefur 1% af laununum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið greinir frá því að Ana Victoria Cate hefur ákveðið að taka þátt í CommonGoal verkefninu sem Juan Mata stofnaði.

Verkefnið snýst um að knattspyrnufólk gefi 1% launa sinna til barna sem minna mega sín.

Rúnar Alex Rúnarsson er einnig þátttakandi í verkefninu, sem og Aleksander Ceferin, forseti UEFA sambandsins.

33 atvinnumenn í knattspyrnugeiranum hafa skráð sig í verkefnið og er búist við að hópurinn stækki alsvert fyrir næsta vetur.

Giorgio Chiellini, Shinji Kagawa, Kasper Schmeichel, Alex Morgan og Mats Hummels eru meðal stærstu nafnanna sem taka þátt.
Athugasemdir
banner
banner